Nú styttist heldur betur í að Símamótið rúlli í gang. Það er mikil eftirvænting hjá okkur í Breiðablik að taka á móti þessum flottu stelpum og við munum leggja allt okkar af mörkum til að gera þetta að sem bestri upplifun fyrir þær. Þar skiptir ekki síður máli framlag og viðhorf aðstandenda á hliðarlínunni sem við leggjum mikla áherslu á í ár.
Við hvetjum alla til að mæta tímanlega í skrúðgönguna sem fer af stað frá Smárahvammsvelli kl 19:30 og að öll lið verði með liðsfána. Í ár röðum við skrúðgöngunni upp í öfuga stafrósröð í anda jafnréttis og skemmtunar 🙂