Norðurlandameistaramót U20 ára fer fram nú um helgina og er keppnin haldin í Osló í Noregi. Ísland teflir fram sameiginlegu liði með Danmörku gegn liðum frá Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Í öllum greinum keppa tveir einstaklingar frá hverri þjóð og er um að ræða stigakeppni í stúlkna- og piltaflokki til viðbótar við heildarstigakeppni. 12 keppendur taka þátt fyrir Íslands hönd og er einstaklega gaman að segja frá því að Blikafjölskyldan á fjóra fulltrúa á mótinu auk þess sem Alberto er með í för sem þjálfari hópsins. Á meðfylgjandi mynd má sjá Blikahópinn góða og sendum við þeim Alberto, Guðjóni, Bjarna, Þorleifi og Júlíu Kristínu bestu kveðjur yfir hafið.

Nánari upplýsingar um dagskrá íslensku keppendanna má finna á fri.is