Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Sauðárkróki nú um verslunarmannahelgina og er gaman að segja frá því að stór og flottur Blikahópur er á staðnum. Blikarnir keppa undir merkjum UMSK og er óhætt að segja að um sannkallaða fjölskylduhátíð sé að ræða. Börn og ungmenni á aldrinum 11-18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum og spennandi keppni í frjálsum er án nokkurs vafa toppurinn. Samhliða hefðbundnum íþróttakeppnum er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna og hjá mörgum fjölskyldum er um árvissan og ómissandi viðburð að ræða. Frjálsíþróttadeild Breiðabliks mælir heilshugar með unglingalandsmóti og vonast til að sjá enn stærri hóp að ári þegar mótið verður haldið í Borgarnesi.