Blikinn Bergur Hallgrímsson gerði sér lítið fyrir og sigraði 200 m hlaup í flokki 40-45 ára á Belgian Masters Championships í gær og sló í leiðinni Íslandsmet í greininni í sama flokki. Bergur hljóp á tímanum 23,55 sek. og bætti þar með met Ólafs Guðmundssonar frá árinu 2010 sem var 24,03 sek. Okkar maður hefur keppt undir merkjum Breiðablik síðan hann var 15 ára gamall en hann æfði fyrst hjá Agli Eiðs og svo Jóni Sævari. Bergur hætti formlega að keppa í kringum 25 ára aldurinn en hefur dundað sér í öldungaflokkunum eftir að hann varð 35 ára og þetta dund er greinilega að skila sér.
Þó Bergur hafi hlaupið hraðast á mótinu í Belgíu var hann ekki krýndur belgískur meistari þar sem hann er ekki með belgískan ríkisborgararétt en þess í stað krýnum við hann með stolti nýjasta Íslandsmethafa Blika!
Til hamingju Bergur og bestu kveðjur til hafið til þín.