Ársþing KSÍ var haldið í Úlfarsárdal nú nýliðna helgi. Voru þar til umræðu og afgreiðslu fjölbreyttar tillögur og mál sem varða knattspyrnuna í landinu. Breiðablik og Augnablik eiga samanlagt 5 fulltrúa sem sátu þingið og tóku virkan þátt í þingstörfum.

Á þinginu var Þorvaldur Örlygsson kosinn formaður KSÍ til næstu tveggja ára. Knattspyrnudeild Breiðabliks óskar Þorvaldi til hamingju með kjörið og hlakkar til samstarfsins.
Á þinginu var einnig kosið um 4 sæti í stjórn KSÍ var Sveinn Gíslason, fyrrverandi formaður Breiðabliks einn þeirra sem náði kjöri. Til hamingju með það Denni, við blikar þekkjum til þinna góðu krafta sem knattspyrnuhreyfingin fær nú að njóta í heild sinni.

https://www.ksi.is/um-ksi/frettir/frettasafn/frett/2024/02/24/Nyr-formadur-KSI-er/