Stjórn Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks boðar til aðalfundar þriðjudaginn 9. Apríl kl. 20:00 í veitingasalnum í Smáranum.

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og ritara
  2. Formaður leggur fram skýrslu deildarinnar
  3. Ársreikningur staðfestur af skoðunarmönnum lagður fram til samþykktar
  4. Kosning formanns
  5. Kosning stjórnarmanna
  6. Umræður um málefni deildarinnar og önnur mál

Allir félagsmenn körfuknattleiksdeildar, 18 ára og eldri eru kjörgengir og geta boðið sig fram til setu í stjórn eða ráðum.

Skriflegu framboði skal skila til framkvæmdastjóra félagsins að lágmarki viku fyrir boðaðan aðalfund eða í síðasta lagi kl. 20:00 þriðjudaginn 2. apríl 2024.

Að öðru leyti vísast í lög félagsins sem finna má á heimasíðu Breiðabliks, breidablik.is

Við hvetjum alla áhugasama um að hafa samband og gefa sig fram til að taka þátt skemmtilegu starfi innan deildarinnar.

Stjórn KKD Breiðabliks