Í gær fékk félagið skemmtilega heimsókn frá ráðstefnu á vegum Planet Youth.

Planet Youth eru samtök sem sérhæfa sig í íslensku forvarnarstefnunni.

Íslenska forvarnarstefnan hefur vakið mikla athygli utan landssteinanna undanfarin ár enda margar þjóðir sem vilja feta í okkar fótspor hvað varðar aukna íþróttaiðkun, hækkun í áfengisaldri og annað slíkt.

Reglulega koma erlendir aðilar til landsins á vegum samtakanna og fá þannig að kynna sér stefnuna frá fyrstu hendi. Að þessu sinni fékk Breiðablik ásamt Kópavogsbæ að vera partur af dagskránni og kynntu báðir aðilar sitt starf er snýr að forvarnarstefnu.