Aðalfundur Sunddeildar Breiðabliks verður haldinn fimmtudaginn 11.apríl klukkan 18:00 í veislusalnum í Smáranum.
Farið verður yfir starfsárið, stöðu starfseminnar ásamt því að stjórn og formaður verða kosin.
Nánar um aðalfund má lesa í 8. Gr laga Breiðabliks sem má finna á heimasíðunni.
Við hvetjum alla sem vilja kynna sér starfsemina betur, eða vilja með einum eða öðrum hætti leggja deildinni lið að mæta.
Æskilegt er að framboð í stjórn eða til formanns berist viku fyrir aðalfund, til framkvæmdastjóra Breiðabliks, Eysteini Pétri Lárussyni, eysteinn@breidablik.is