Sumarhlaupin eru farin af stað og óhætt að segja að sumarið byrji vel hjá Blikanum Arnari Péturssyni en hann kom fyrstur í mark í tveimur hlaupum á tæpri viku. Arnar sigraði Puffin Run í Vestmannaeyjum á tímanum 1:17:13 en um er að ræða 20 km hlaup hringinn í kringum eyjuna fögru og gerði sér svo lítið fyrir og vann 10 km Fjölnishlaup nokkrum dögum síðar á tímanum 33:32. Við óskum Arnari til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með honum og öðrum Blikum á hlaupum í sumar.