Knattspyrnudeild Breiðabliks auglýsir eftir metnaðarfullum einstaklingi í stöðu yfirþjálfara yngri flokka félagsins.
Yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar leiðir faglegt starf félagsins í samráði við framkvæmdastjóra og deildarstjóra knattspyrnudeildar. Meginhlutverk yfirþjálfara er að fylgja eftir stefnu Breiðabliks um uppeldis- og afreksstarf í þjálfun knattspyrnu. Einnig skal yfirþjálfari vinna náið með þjálfurum félagsins og veita þeim aðhald og stuðning. Yfirþjálfari hefur umsjón með afreksstarfi
Breiðabliks í 4.-2. flokki og samvinnu milli meistaraflokka og yngri flokka í þeim efnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólapróf og/eða mikil reynsla sem nýtist í starfi
UEFA A þjálfunargráða
Þekking og skilningur á starfsemi knattspyrnudeilda
Framúrskarandi hæfni í samskiptum
Drifkraftur og hæfni til að leiða verkefni og hópa
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Góð tölvukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 27. október nk.
Umsóknum ásamt ferilskrá og kynningarbréfi skal skilað til deildarstjóra á
netfangið isleifur@breidablik.is eigi síðar en 27. október 2024.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.