Þá er loksins komið að því sem allir hafa beðið eftir!
Niðurstöðurnar úr Jólahappdrætti félagsins eru komnar í hús en dregið var hjá Sýslumanni í dag eins og vaninn okkar er.
Athugið – Senda skal póst á arnordadi@breidablik.is ef þið teljið ykkur vera með vinningsmiða.
Það eru nefnilega sumir vinningar sem þarf að sækja á aðra staði en á skrifstofu félagsins og svo eru líka rafræn gjafabréf inn á milli.
Takk annars kærlega fyrir þátttökuna.