Stór Blikinn Logi Kristjánsson er áttræður

Logi Kristjánsson, fyrrum formaður aðalstjórnar Breiðabliks, er áttræður í dag. Logi er einn aðsópmesti formaður sem hefur setið á formannsstóli félagsins. Hann tók við formennsku árið 1989 og gegndi því hlutverki til ársins 1996. Þá stóð yfir uppbygging mannvirkja félagsins í Kópavogsdalnum meðal annars íþróttahúsið Smárinn og síðar Fífan. Logi stýrði viðræðum félagsins við bæinn og gaf ekki tommu eftir varðandi áherslur félagsins í því sambandi.

En Logi átti langa sögu að baki sem markvörður meistaraflokks Breiðabliks í knattspyrnu löngu áður en hann hellti sér í félagsmálin. Hann lék 40 leiki fyrir Blikaliðið á árunum 1966-1969. Nánari er hægt að lesa um knattspyrnuferil Loga á þessari slóð hjá blikar.is

Breiðablik sendir Loga innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins.