Á föstudaginn fór fram síðasti mótsleikur Breiðabliks í yngri flokkum á tímabilinu 2020-2021.
Þar unnu stelpurnar okkar í 2.fl kvk glæsilegan 3-2 sigur á ÍA í úrslitaleik bikarkeppninnar.
2.fl kvk eru því bæði Íslands- og bikarmeistarar, en fyrrnefndur titill var tryggður á síðasta degi ágústmánaðar einnig gegn skagastelpum.
Þar sem tímabilinu er nú formlega lokið er vert að staldra við og líta yfir brot af þeim árangri sem náðist í sumar:
2.flokkur kvenna eru bæði Íslands- og bikarmeistarar
3.flokkur kvenna eru bæði Íslands- og bikarmeistarar
3.flokkur karla eru Íslandsmeistarar
4.flokkur kvenna eru Íslandsmeistarar
5.flokkur karla eru Íslandsmeistarar
5.flokkur kvenna eru Íslandsmeistarar B-liða
Þess má einnig geta að 5. og 6.fl kvk komust í úrslit á Símamótinu.
6.fl kvk vann svo Steinullarmótið á Sauðárkróki.
5.fl kk lenti í þriðja sæti á N1 mótinu á Akureyri eins og 6.fl kk sem náði sama árangri á Orkumótinu í Vestmannaeyjum.
Eins og fyrr segir er þetta einungis brot af þeim árangri sem náðist á nýafstöðnu tímabili.
Það er mikilvægt að allir átti sig á því að árangur yngri flokka starfs verður síst mældur í bikurum heldur miklu frekar í fjölda iðkenda og þeirra framfara bæði innan vallar sem leikmenn en einnig allra helst utan vallar sem einstaklingar.
Af þessum árangri erum við hvað stoltust.
Að vera lang fjölmennasta knattspyrnudeild landsins.
Að það sé eftirsóknarvert að vera í Breiðablik og það er ekki að ástæðulausu.
Við værum ekki með 60 lið í Íslandsmótinu(2.-5.fl), þar sem næst fjölmennasta félagið er með 35 lið, ef ekki væri fyrir frábært starf.
Á bakvið þetta starf og alla þessa iðkendur eru magnaðir þjálfarar, foreldrar, aðstandendur og aðrir sjálfboðaliðar.
Samstarf og drifkraftur þessa fólks og þá sérstaklega sjálfboðaliðanna hefur verið umtalaður í mörg ár og hingað er horft með aðdáunaraugum.
Viðburðir eins og t.d. Símamótið væri ekki möguleiki án allra okkar sjálfboðaliða og félagsmanna.
Símamótið 2021 var fjölmennasta íþróttaliðamót sem haldið hefur verið á Íslandi.
450 lið, 39 félög, 38 vellir, 3000 keppendur og hátt í 600 sjálfboðaliðar!
Einnig má nefna Ali-mót 5.fl kk sem sett var á laggirnar alfarið af foreldrum þessa flokks fyrir nokkrum árum og hefur það haldist þannig síðan, sem eitt flottasta vetrarmót landsins.
Við allt þetta fólk viljum við segja TAKK! 💚
Það er ykkur að þakka að Breiðablik er eitt fremsta og flottasta félag landsins.
We may request cookies to be set on your device. We use cookies to let us know when you visit our websites, how you interact with us, to enrich your user experience, and to customize your relationship with our website.
Click on the different category headings to find out more. You can also change some of your preferences. Note that blocking some types of cookies may impact your experience on our websites and the services we are able to offer.
Essential Website Cookies
These cookies are strictly necessary to provide you with services available through our website and to use some of its features.
Because these cookies are strictly necessary to deliver the website, refuseing them will have impact how our site functions. You always can block or delete cookies by changing your browser settings and force blocking all cookies on this website. But this will always prompt you to accept/refuse cookies when revisiting our site.
We fully respect if you want to refuse cookies but to avoid asking you again and again kindly allow us to store a cookie for that. You are free to opt out any time or opt in for other cookies to get a better experience. If you refuse cookies we will remove all set cookies in our domain.
We provide you with a list of stored cookies on your computer in our domain so you can check what we stored. Due to security reasons we are not able to show or modify cookies from other domains. You can check these in your browser security settings.
Google Analytics Cookies
These cookies collect information that is used either in aggregate form to help us understand how our website is being used or how effective our marketing campaigns are, or to help us customize our website and application for you in order to enhance your experience.
If you do not want that we track your visit to our site you can disable tracking in your browser here:
Other external services
We also use different external services like Google Webfonts, Google Maps, and external Video providers. Since these providers may collect personal data like your IP address we allow you to block them here. Please be aware that this might heavily reduce the functionality and appearance of our site. Changes will take effect once you reload the page.
Google Webfont Settings:
Google Map Settings:
Google reCaptcha Settings:
Vimeo and Youtube video embeds:
Other cookies
The following cookies are also needed - You can choose if you want to allow them: