Laugardaginn 25. september tók Gylfi Þór Sigurpálsson við nýrri viðurkenningu, Huldunælunni, fyrstu allra.
Huldunælan er kennd við Huldu Pétursdóttur sem var um áratuga skeið öflugur bakhjarl og stuðningsmaður Breiðabliks en þrír synir hennar og Þórhalls Einarssonar, sem var í fyrsta landsliði Íslands árið 1946, þeir Einar, Hinrik og Þórarinn, léku með Breiðabliki í öllum flokkum á sínum tíma.
Nælan verður árlega veitt einum dyggum stuðningsmanni knattspyrnuliða Breiðabliks í Kópavogi.
Það eru Blikaklúbburinn, stuðningsmannafélag Breiðabliks, og Blikar.is, stuðningsmannavefur meistaraflokka félagsins í knattspyrnu, sem standa að viðurkenningunni.
Nánar má lesa um afhendinguna hér.