Þjálfarinn reynslumikli Ásmundur Arnarsson tekur við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Breiðabliki og hefur hann skrifað undir þriggja ára samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks.
Ásmundur mun vera í þjálfarateyminu í fyrsta leik Breiðabliks í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna sem fram fer miðvikudaginn 6.október n.k. þegar Breiðablik tekur á móti PSG. Sá leikur verður jafnframt síðasti leikur Vilhjálms Kára Haraldssonar en hann lætur af störfum eftir þann leik.
Vilhjálmur Kári fór þess á leit við stjórn knattspyrnudeildar að nýr þjálfari kæmi strax inn í teymið eftir Bikarúrslitaleikinn og tæki formlega við eftir leikinn gegn PSG.
Vilhjálmur mun þó vera nýju þjálfarateymi innan handar út riðlakeppnina.
Ásmundur á langan og farsælan feril að baki bæði sem leikmaður og þjálfari.
Hann er uppalinn á Húsavík og hóf meistaraflokksferilinn með Völsungi.
Hann lék einnig fyrir Þór, Fram og Breiðablik.
Alls lék Ásmundur 268 mótsleiki á ferlinum og skoraði í þeim 90 mörk.
Ásmundur, sem mun á næstu vikum ljúka UEFA Pro Licence námi, hóf þjálfaraferil sinn á Húsavík þar sem hann þjálfaði karlalið Völsungs árin 2003 og 2004 og stýrði hann liðinu upp í 1.deild.
Hann þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fjölni á árunum 2005-2011.
Á þeim tíma kom hann liðinu upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins og tvisvar sinnum í bikarúrslitaleik.
Á árunum 2011-2015 stýrði Ásmundur svo karlaliði Fylkis en liðið var í efstu deild öll árin.
Árið 2015 tók Ásmundur við þjálfun karlaliðs ÍBV um mitt tímabil og stýrði liðinu út tímabilið.
Ásmundur tók við Fram haustið 2015 og stýrði liðinu til 2017.
Breiðablik réði Ásmund sem þjálfara Augnabliks kvenna um haustið 2017 ásamt því sem hann þjálfaði 2. og 3.flokk kvenna.
Gríðarleg ánægja var með störf Ásmundar.
Að loknu keppnistímabili árið 2018 tók hann hins vegar aftur við þjálfun meistaraflokks karla hjá Fjölni sem þá léku í 1.deild.
Undir stjórn Ásmundar fór Fjönir beint upp í Pepsi Max deildina en liðið féll aftur í 1.deild ári síðar.
Í sumar hafnaði Fjölnir svo í þriðja sæti 1.deildar.
Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur Blika að fá svona reynslumikinn og öflugan þjálfara í starfið og ætlar félagið sér áfram að vera leiðandi í íslenskri kvennaknattspyrnu og byggja ofan á þann frábæra árangur sem náðst hefur á undanförnum árum.
Um leið og við þökkum Vilhjálmi Kára fyrir hans frábæra framlag til félagsins bjóðum við Ásmund Arnarsson hjartanlega velkominn til starfa
https://breidablik.is/wp-content/uploads/2021/10/asimflkvk.jpg18242048Arnór Daðihttps://breidablik.is/wp-content/uploads/2018/02/logo.pngArnór Daði2021-10-04 09:44:242021-10-04 09:44:24Ásmundur Arnarsson tekur við meistaraflokki kvenna
We may request cookies to be set on your device. We use cookies to let us know when you visit our websites, how you interact with us, to enrich your user experience, and to customize your relationship with our website.
Click on the different category headings to find out more. You can also change some of your preferences. Note that blocking some types of cookies may impact your experience on our websites and the services we are able to offer.
Essential Website Cookies
These cookies are strictly necessary to provide you with services available through our website and to use some of its features.
Because these cookies are strictly necessary to deliver the website, refuseing them will have impact how our site functions. You always can block or delete cookies by changing your browser settings and force blocking all cookies on this website. But this will always prompt you to accept/refuse cookies when revisiting our site.
We fully respect if you want to refuse cookies but to avoid asking you again and again kindly allow us to store a cookie for that. You are free to opt out any time or opt in for other cookies to get a better experience. If you refuse cookies we will remove all set cookies in our domain.
We provide you with a list of stored cookies on your computer in our domain so you can check what we stored. Due to security reasons we are not able to show or modify cookies from other domains. You can check these in your browser security settings.
Google Analytics Cookies
These cookies collect information that is used either in aggregate form to help us understand how our website is being used or how effective our marketing campaigns are, or to help us customize our website and application for you in order to enhance your experience.
If you do not want that we track your visit to our site you can disable tracking in your browser here:
Other external services
We also use different external services like Google Webfonts, Google Maps, and external Video providers. Since these providers may collect personal data like your IP address we allow you to block them here. Please be aware that this might heavily reduce the functionality and appearance of our site. Changes will take effect once you reload the page.
Google Webfont Settings:
Google Map Settings:
Google reCaptcha Settings:
Vimeo and Youtube video embeds:
Other cookies
The following cookies are also needed - You can choose if you want to allow them: