Dagana 4 og 5 júní sl. fór fram alþjóðlegt knattspyrnumót í flokki U17 kvenna sem ber nafnið Alsace Cup.

Mótið fer fram í bænum Holzwihr, rétt austan við borgina Colmar í Frakklandi.

Mótið er boðsmót þar sem sterkum liðum um alla Evrópu er boðið að taka þátt og var Breiðablik boðið að senda lið til keppni ásamt félögum á borð við PSG, Lyon, Bayern Munchen, Basel, SC Sand o.fl.

Kópavogshópurinn taldi 18 leikmenn og þrjá þjálfara, þau Kristrúnu Daðadóttur, Hilmar Sigurjónsson og Úlfar Hinriksson.

Skemmst er frá því að segja að Blikastúlkur hafi staðið sig með stakri prýði en liðið hafnaði í 4. sæti á þessu afar sterka móti.

Fyrri daginn var leikið í riðlakeppninni þar sem Breiðablik vann þrjá sigra og gerði eitt jafntefli.

Seinni dagurinn var svo úrslitadagur. Fyrsti leikurinn var lokaleikur í riðlakeppninni gegn PSG sem lauk með 0-0 jafntefli og þar með fóru Blikar í undanúrslitin en ekki franska liðið.

Í undanúrslitum mætti Breiðablik  evrópumeisturum Lyon þar sem frönsku stúlkurnar skorðuðu sigurmark í 1-0 sigri á lokamínútum leiksins. Í leik um þriðja sætið á mótinu var svo spilað gegn Bayern Munchen en þeim leik lauk með 1-1 jafntefli og þar með vítaspyrnukeppni þar sem þýska liðið hafði yfirhöndina.

Að lokum var Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir, leikmaður Blika valin í úrvalslið mótsins.

Svo fór að Blikastúlkur enduðu í 4. sæti á mótinu sem verður að teljast afar magnaður árangur en þar að auki var Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir leikmaður Blika valin í úrvalslið mótsins.

Breiðablik og Lyon

 

Skallað á milli með leikmönnum Bayern Munchen

 

Glaðbeittur hópur eftir langan dag