Það má með sanni segja að það sé nóg að gera í frjálsum þessa dagana. Keppnistímabilið komið á fullt og okkar fólk að gera góða hluti nú sem endranær.
Um liðna helgi fóru fram tvö landsliðsverkefni, NM í fjölþrautum í Finnlandi og Smáþjóðameistaramótið á Möltu, og áttu Blikar fulltrúa á báðum mótunum.
Birna Kristín Kristjánsdóttir, sem hefur skipað sér sess sem ein af bestu frjálsíþróttakonum landsins, keppti í 100m grindahlaupi og náði hún 4.sæti á tímanum 14,93 sekúndur.
Á Norðurlandameistaramótinu sem fór fram í Finnlandi áttum við að eiga tvö fulltrúa, þau Markús Birgisson og Júlíu Kristínu Jóhannesdóttur, en þetta áttu að vera þeirra fyrsta landsliðsverkefni. Markús keppti í tugþraut í U18 og hlaut 5999 stig sem skilaði honum sjöunda sæti, en hann er ríkjandi aldursflokkameistari í greininni hér heima. Júlía átti að keppa í sjöþraut U18, en hún varð því miður að sitja heima vegna meiðsla. Júlía stefnir þó á þátttöku í Evrópumeistaramóti U18 sem fram fer í Jerúsalem síðar í sumar, en þar hefur hún, ein Íslendinga, náð lágmarki í grindahlaupi.
Við óskum þeim og þjálfurum þeirra til hamingju með árangurinn.