Breiðablik er íslandsmeistara karla í knattspyrnu þrátt fyrir að þrjár umferðir séu enþá eftir af Bestu Deildinni.
Þessi gleðitíðindi voru staðfest um leið og flautað var til leiksloka í Garðabænum í kvöld en þar var liðið í öðru sæti, Víkingur, í heimsókn.
Víkingur þurfti að sigra Stjörnuna til þess að halda tölfræðilegum möguleikum sínum á lífi um að stela fyrsta sætinu.
Það gekk ekki eftir, Stjarnan sigraði 2-1 og nýtilkominn Bestu Deildar skjöldur því á leiðinni í Kópavogsdalinn.
Eins og staðan er núna þá er Breiðablik með 57 stig (18 sigrar, 3 jafntefli og 3 töp), 11 stigum meira en liðin í 2. og 3. sæti þegar einungis 9 stig eru eftir í pottinum.
Það má með sanni segja að Breiðablik sé langbesta lið landsins.
Næstkomandi laugardagskvöld mætir KR í heimsókn á Kópavogsvöll og þar verður vafalaust mjög glatt á hjalla.
Til hamingju allir Blikar nær og fjær!