Góður árangur hjá okkar mönnum í Íslandsmóti Unglingasveita sem fram fór sunnudaginn 10.desember 2017 í Garðabæ.
A-sveitin varð sameiginlegur Íslandsmeistari með Taflfélagi Reykjavíkur með 23,5 vinninga.
B-sveitin í 3. sæti með 19,5 vinninga. Fékk einnig verðlaun fyrir bestu B-sveitina í mótinu.
C-sveitin í 19. sæti með 11,5 vinninga aðeins 1,5 vinning frá því að vera besta C-sveitin á mótinu.
Borðaverðlaun fengu:
– Örn Alexandersson 2. borð, B-sveit 6 vinninga af 7 skákum
– Arnar Milutin Heiðarson 3. borð, A-sveit 7 vinninga af 7 skákum.
– Benedikt Briem 4. borð A-sveit , 6 vinninga af 7 skákum.
B-sveit Breiðabliks
Borðaverðlaunahafar