Evrópubikar landsliða fer fram dagana 20.-22. júní í Silesia í Póllandi. Mótið er nú hluti af Evrópuleikunum eða European Games og hefur deildunum verið fækkað niður í þrjár í stað fjögurra áður. Ísland er í annarri deild með fimmtán öðrum þjóðum og eiga Blikar fjóra fulltrúa í íslenska landsliðshópnum.
Þorleifur Einar Leifsson keppir í stöng, Júlía Kristín Jóhannesdóttir í 4×100 m boðhlaupi, Birna Kristín Kristjánsdóttir í 100 m grind og
4x 100 m boðhlaupi, Karen Sif Ársælsdóttir í stöng.
Við sendum Blikum og öllum íslensku keppendunum bestu kveðjur yfir hafið og bíðum spennt eftir fréttum!