Landsliðsval fyrir Norðurlandameistaramótið í Malmö hefur verið tilkynnt og það gleður okkur að segja frá því að Breiðablik á tvær frjálsíþróttakonur í liðinu. Frjálsíþróttasamband Íslands og íþrótta- og afreksnefnd hafa valið þær Birnu Kristínu Kristjánsdóttur og Júlíu Kristínu Jóhannesdóttur til þátttöku á mótinu en Birna keppir í langstökki og Júlía í 100 m grindahlaupi. Íslenski hópurinn telur í heild 18 keppendur, fimm þjálfara og fjóra starfsmenn til viðbótar.
Norðurlandameistaramótið í frjálsum fer fram dagana 18.-19. maí og geta áhugasamir fylgst með gangi mála á vefsíðu mótsins https://www.friidrott.se/nm/