Á sunnudaginn fer fram hin árlega Kópavogsþraut og eru um 120 keppendur skráðir til leiks sem er nánast tvöföldun frá því í fyrra!
Við hvetjum alla til þess að kíkja í stemmninguna á Rútstúni og fylgjast með þessari skemmtilegu keppni.
Allir keppendur byrja á 400m sundi í Kópavogslaug, svo tekur við 10,5 km hjól og 3,5 km hlaup – bæði frá Rútstúni.
14-15 og 16-17 ára keppendur ríður á vaðið kl 8:30, því næst fer Almenni flokkurinn af stað klukkan 9:00 og loks ræsir Opni flokkurinn ásamt flokkum 18-19 og 20-23 ára klukkan 9:30
Hérna er kort af leiðunum: https://www.google.com/maps/d/u/0/viewer?mid=1U4Nr4aiFJi0qiwcn1XK22jdoAJMyfvTn&ll=64.11018888721281%2C-21.916231280143247&z=16
Nánari upplýsingar á vefsíðu Þríþrautarsambandsins: https://triathlon.is/keppni/95