Íþróttahátíð Kópavogs fór fram í gær, miðvikudaginn 8.janúar, í Salnum.
Það er skemmst frá því að segja að Höskuldur var kjörinn Íþróttakarl Kópavogs en þar gildir íbúakosning 40% á móti 60% af atkvæðum frá íþróttaráði bæjarins.
Eins og undanfarin ár þá komu 10 manns til greina í kjörinu og er Breiðablik virkilega stolt af því að hafa átt helminginn af öllum tilnefndnum aðilum.
Fyrir utan Höskuld þá voru eftirfarandi Blikar tilnefndir: Ásta Eir Árnadóttir – fyrirliði meistaraflokks kvenna í knattspyrnu, Guðlaug Edda Hannesdóttir – þríþrautarkona, Ingvar Ómarsson – hjólreiðakarl og Sóley Margrét Jónsdóttir – kraftlyftingarkona.
Þess ber einnig að geta að Meistaraflokkur Breiðabliks í Knattspyrnu(bæði karla og kvenna) var valinn Flokkur árins en bæði liðin urðu auðvitað Íslandsmeistarar á haustmánuðum.
Loks átti félagið fjöldann allan af ungu og efnilegu íþróttafólki sem hlaut viðurkenningu í flokki 13-16 ára.
Hinir ungu Blikar sem hlutu viðurkenningu voru eftirfarandi:
Arey Amilía Sigþórsdóttir McClure karate, Aron Páll Gauksson karate, Einar Már Karlsson rafíþróttir, Guðrún Fanney Briem skák, Jón Ingvar Eyþórsson sund, Mikael Bjarki Heiðarsson skák, Rökkvi Svan Ásgeirsson körfuknattleikur, Samúel Örn Sigurvinsson frjálsar íþróttir, Sóley Sigursteinsdóttir frjálsar íþróttir, Sólveig Freyja Hákonardóttir sund, Telma Hrönn Loftsdóttir körfuknattleikur, Þórhildur G. Hróbjartsdóttir rafíþróttir.
Innilega til hamingju með frábært ár kæru Blikar!