Þeir Guðjón Máni Magnússon og Júlíus Óli Stefánsson hafa skrifað undir samning við Breiðablik. Báðir eru þeir fæddir árið 1998 og gengu upp úr 2.flokki Breiðabliks síðastliðið haust.
Þeir félagar munu fara á láni til Augnabliks á næstunni en það hefur reynst gott skref fyrir fleiri Blika í gegnum tíðina. Til dæmis stigu landsliðsmennirnir Alfreð Finnbogason og Sverrir Ingi Ingason sín fyrstu skref í meistaraflokki með Augnablik á sínum tíma.
Breiðablik óskar strákunum til hamingju með samninginn. Það verður gaman að fylgjast með þessum efnilegu leikmönnum á komandi árum