Sjálf ÚRSLITAKEPPNIN er að hefjast, stundin sem allir BLIKAR og unnendur íþrótta hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu!

Þann 15. mars tekur Breiðablik á móti Vestra í Smáranum kl 19:15. Sæti í Dominosdeildinni er í húfi!

Breiðablik hafnaði í 3. sæti og á því heimavallarréttinn á Vestra sem endaði sæti neðar í deildinni.

Strákarnir munu mæta dýrvitlausir til leiks og skilja allt eftir á gólfinu. Þeir þurfa á okkar stuðningi að halda í leiknum og því hvetjum við alla alvöru BLIKA til að troðfylla Smárann, búa til alvöru “Playoffs” stemningu og mála Smárann grænan.

Kopacabana, okkar eina sanna og langbesta stuðningsmannasveit plánetunnar, mun halda fjörinu gangandi á pöllunum. Það er einfaldlegaskyldumæting á þennan leik!

Leikurinn verður sýndur beint á youtuberás BlikaTV fyrir þá sem eiga ekki heimangengt. Hvetjum alla til þess að líka við BlikaTV á youtube og smella á “subscribe”

https://www.youtube.com/channel/UC6XFpkfcmAhocjGAsmarbbg

Frítt fyrir 16 ára og yngri. Hvetjum alla til að mæta í grænum Blikaklæðum á völlinn!