Knattspyrnudeild Breiðabliks og Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu hafa framlengt samning sinn til næstu 5 ára.
Sjúkraþjálfunin í Sporthúsinu hefur verið í samstarfi við Knattspyrnudeildina frá árinu 2015 og hefur mikil ánægja ríkt með samstarfið.
Sjúkraþjálfunin leggur félaginu til sjúkraþjálfara á alla formlega leiki meistaraflokka karla og kvenna ásamt því að vinna náið með þjálfurum varðandi fyrirbyggjandi æfingar og annað er lítur að líkamlegu ástandi leikmanna eins og hreyfi- og ástandsgreiningar ásamt því að leikmenn sækja þá þjónustu sem þeir þurfa til Sjúkraþjálfunarinnar í Sporthúsinu.
Sjúkraþjálfunin í Sporthúsinu hefur jafnframt komið inn í starf deildarinnar með ýmis konar fræðslu er varðar forvarnir, fyrirbyggjandi æfingar og næringu íþróttafólks.
Knattspyrnudeildin er afar ánægð með samstarfið og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.
Hildur Kristín Sveinsdóttir eigandi og framkvæmdastjóri Sjúkraþjálfunar Sporthúsinu