Á mynd:  frá hægri Ragnar Viktor Hilmarsson Formaður sunddeildar Breiðabliks frá vinstri, Dögg Ívarsdóttir Sölustjóri Speedo hjá Icepharma

Föstudaginn 23. mars sl. var undirritaður nýr 3ja ára samningur milli Sunddeildar Breiðabliks og Icepharma .  Icepharma hefur undanfarin ár verið umboðsaðili vörumerkja í fremstu röð á borð við Speedo, Nike og fleira.  Samningurinn felur m.a. Í sér afsláttakjör fyrir iðkendur okkar.  Á næstu dögum verður kominn listi yfir okkar iðkendur í Útilíf í Smáralind og Kringluni og þar mun verða hægt að kaupa Speedo vörur með 20% afslætti. Einnig verður hægt að kaupa speedo vörur í H Verslun Lynghálsi 13. Við biðjum aðstandendur að virða það að samningurinn gildir aðeins um iðkendur sunddeildar en ekki aðra fjölskyldumeðlimi.  Einnig er stefnan fyrir næsta foreldrafund að vera með sölu á varningi fyrir sundiðkendur.  Við erum virkilega stolt með þennan nýja samning og hlökkum til að eiga farsælt samstarf við Icepharma (Speedo)