Kæru iðkendur og foreldrar!
Undanfarna mánuði hafa íþróttafélögin Breiðablik, Gerpla og HK unnið að því að sameina tómstundavagna félaganna með aðkomu Kópavogsbæjar og SÍK (Samráðsvettvangur íþróttafélaganna í Kópavogi).
Nú er beðið eftir því hver aðkoma Kópavogsbæjar/SÍK verði í þessu verkefni því það er ljóst að félögin geta ekki staðið undir verkefninu ein og sér.
Við vonumst að sjálfsögðu til þess að geta byrjað strax 3. september en munum upplýsa um stöðu mála um leið og niðurstaða liggur fyrir.
Fyrir hönd Breiðabliks, Gerplu og HK
Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri Breiðabliks
Olga Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Gerplu
Birgir Bjarnason framkvæmdastjóri HK