95 ársþing UMSK var haldið fimmtudaginn 21. febrúar síðastliðin í félagsheimili Gróttu á Seltjarnarnesi.

Á ársþinginu voru veittar viðurkenningar til íþróttafólks sem hefur náð góðum árangri árið 2018. Það er gaman að segja frá því að 5 af 8 viðurkenningum sem veittar voru runnu til Blika.

Fótboltakonan Agla María var valin íþróttakona UMSK og er hún vel að því komin. Agla María átti frábært tímabil með liði Breiðabliks 2018, sem er eitt það besta í sögu félagsins, en liðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari. Agla María lék alla leiki liðsins bæði í deild og bikar og skoraði í þeim  9 mörk,  ásamt því að leggja upp fjölmörg mörk fyrir samherja sína. Hún lék 10 A-landsleiki á árinu, en liðið var hársbreidd frá því að komast á HM sem fram fer í Frakklandi á þessu ári. Þessi 19 ára gamla Kópavogsmær hefur alls leikið 19 landsleiki fyrir hönd Íslands og mun landsleikjunum  að öllum líkindum fjölga hratt á næstu árum.

Aðrir Blikar sem hlutu viðurkenningar voru:

Frjálsar íþróttir: Sindri Hrafn Guðmundsson

Sund: Brynjólfur Óli Karlsson

Skíði: Agla Jóna Sigurðardóttir

 

Lið ársins 2018: Meistaraflokkur Breiðabliks í knattspyrnu kvenna

UMFÍ bikarinn hlýtur sá hópur eða lið sem þykir hafa skarað fram úr á árinu. Fyrir valinu var Breiðablik m.fl. kvenna í knattspyrnu. Liðið varð Íslands- og bikarmeistari í knattspyrnu á árinu