Smárabíó í samstarfi við Körfuknattleiksdeild Breiðabliks kynnir.
Blikabíó þann 14. desember kl. 11.00.
Fjölskyldu og ævintýramyndin Jumanji – The Next Level verður þá sýnd á sérstakri Breiðabliks sýningu þar sem allur ágóði af miðasölu rennur til Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks.
Miðaverð er aðeins kr. 1.000 á mann og miðasala fer fram í Smárabíói frá kl. 10.00
Það er nauðsynlegt í jólamánuðinum að slaka aðeins á með börnunum og njóta hátíðarinnar.
Fyrir þá foreldra sem eiga eftir að klára jólagjafainnkaupin þá er þetta fullkomin leið til að hafa ofan af fyrir börnunum á meðan gjafirnar eru kláraðar í Smáralindinni.
Hvetjum alla til að mæta í grænu og fyllum heilan bíósal af grænum blikatreyjum.