Skötuveisla Breiðabliks að hætti Hauks Valdimarssonar matreiðslumeistara í samvinnu við Hafið Fiskverslun verður í Smáranum (stúkubyggingunni) laugardaginn 21.desember milli kl.11:00 – 14:00.

Boðið verður upp á skötu, saltfisk, rófur, kartöflur, hamsatólg, hnoðmör, smjör og rúgbrauð.

Aðgangseyri 3.500 kr.
Happdrættismiði fylgir.

Skráningar þarf að senda á netfangið blikaklubbur@gmail.com
ATH: Skráning þarf að berast fyrir kl.13:00 miðvikudaginn 18.desember.