Jón Erik Sigurðsson, 15 ára skíðamaður úr Breiðablik vann til gullverðlauna á stóru alþjóðlegu skíðamóti í lok janúar. Mótið, sem ber heitið Trofeu Borrufa, er haldið á vegum Alþjóða Skíðasambandsins og fer fram í Andorra ár hvert. Þetta er eitt af stærstu mótunum sem haldið er í þessum aldursflokki. Alls kepptu 69 drengir í hans flokki.
Á mánudeginum var keppt í svigi og þar gerði Jón Erik góðar ferðir, náði öðrum besta tímanum í fyrri ferð og þriðja besta tímanum í seinni ferð og vann til gullverðlauna samanlagt.
Á þriðjudeginum var keppt í stórsvigi og var Jón Erik þrettándi eftir fyrri ferð en hlekktist á í seinni ferð.
Á miðvikudeginum var keppt í AC (Alpine Compined), þar sem farin er ein ferð i risasvigi og ein ferð í svigi. Jón Erik var í sjötta sæti í risasviginu og þriðja sæti í sviginu og náði 4. sæti samanlagt og var á 1,02 sek á eftir fyrsta manni.
Á fimmtudeginu var svo keppt í risasvigi þar sem Jón Erik lenti í 9. sæti og var á 2,01 sek á eftir fyrsta manni.
Jón Erik er annar Íslendingurinn til að vinna til gullverðlauna á alþjóðlegu barna- og unglingamóti á vegum Alþjóða skíðasambandsins.
Um helgina fór svo fram fyrsta bikarmót vetrarins á Íslandi þar Jón Erik vann bæði til gullverðlauna í svigi og stórsvigi.
Jón Erik mun keppa á alþjóðlegum FIS-mótum næsta vetur.