Stjórn knattspyrnudeildar hefur ákveðið að boða til aðalfundar þriðjudaginn 10. nóvember 2020 klukkan 17:30
Fundurinn verður haldinn í veitingasalnum í Smáranum ef samkomutakmörkunum vegna Covid verður aflétt fyrir þann tíma.
Ef samkomutakmarkanir verða ennþá í gildi verður fundinum streymt rafrænt og verður slóð sett á vef félagsins þar sem hægt verður að fylgjast með aðalfundarstörfum.

Dagskrá

1. Kosning fundarstjóra og ritara
2. Formaður leggur fram skýrslu deildarinnar
3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar
4. Kosning formanns
5. Kosning stjórnarmanna
6. Umræður um málefni deildarinnar og önnur mál

Það skal tekið fram að fyrirhugað er að fresta samþykkt ársreiknings fyrir árið 2020 til framhaldsaðalfundar þegar staðfestur ársreikningur liggur fyrir.

Allir félagar knattspyrnudeildar sem eru 18 ára og eldri hafa rétt til að bjóða sig fram til setu í stjórn.

Skriflegu framboði skal skila til framkvæmdastjóra félagsins að lágmarki viku fyrir boðaðan aðalfund eða í síðasta lagi 2. nóvember 2020.

Að öðru leyti vísast í lög félagsins sem finna má á heimasíðu Breiðabliks, breidablik.is

-Stjórn Knattspyrnudeildar Breiðabliks