Entries by

Afmælishátíð Breiðabliks 10. maí

Við fögnum 75 ára afmæli Breiðabliks með glæsilegri dagskrá allan daginn – eitthvað fyrir alla, unga sem aldna! Við hvetjum alla iðkendur og fjölskyldur þeirra til að taka þátt  Dagskráin: 10:00 – Söguganga frá Smáranum – Þróun félagsaðstöðu félagsins skoðuð 12:00 – Heiðursveitingar og kaffi í Smáranum 14:00 – Fjölskylduhlaup Breiðabliks og Powerade Íþróttaálfurinn sér um […]

Hlaupahópur Breiðabliks í Puffin run

Laugardaginn 3 maí 2025 lögðu Blikar land undir fót og skelltu sér til Vestmannaeyja. Rúmlega 30 Blikar tóku þátt í Puffin run sem haldið var í 8. skipti og var met þátttaka. Veðrið spillti ekki fyrir og sólin skein á hlaupara allan daginn og fram á kvöld. Eftir hlaupið fór hópurinn saman út að borða […]

,

Þórður Guðmundsson sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ

Þórður Guðmundsson var sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ á ársþingi UMSK sem haldið var í lok mars. Þórður komst ekki á ársþingið en hann fékk heiðursviðurkenninguna afhenta í Smáranum í Kópavogi þann 16. apríl þar sem fjölskylda og vinir Þórðar voru samankomin. Hafsteinn Pálsson formaður Heiðursráðs ÍSÍ og Valdimar Leó Friðriksson, sem báðir eru meðstjórnendur í framkvæmdastjórn […]

Breiðablik og Coca- Cola á Íslandi  endurnýjuðu samstarfssamning sinn

Coca- Cola á Íslandi og aðalstjórn Breiðabliks endurnýjuðu nýlega samstarfssamning sinn og var hann undirritaður í stúkunni á Kópavogsvelli fyrir opnunarleik Bestu deildar karla í knattspyrnu á laugardaginn sl.  Elma Bjartmarsdóttir, vörumerkjastjóri Coca- Cola, og Tanja Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Breiðabliks skrifuðu undir áframhaldandi samstarfssamning til næstu 5 ára. CCEP hefur verið einn stærsti bakhjarl Breiðabliks undanfarin ár […]

Patrekur Ómar hlýtur Framfaraverðlaun ungmenna

Framfarir, hollvinafélag millivegalengda- og langhlaupara, veitti á dögunum Patreki Ómari Haraldssyni frjálsíþróttamanni hjá Breiðablik, viðurkenningu vegna framfara 2024 í piltaflokki. Patrekur bætti sig mest milli ára í 800m innanhúss þegar hann hljóp á 2:04.70 mín. sem var bæting um rétt rúmar 13 sek. Patrekur hlaut 50.000 kr. styrk og viðurkenningarskjal fyrir afrek sitt frá Framförum […]

101. héraðsþing UMSK

Síðastliðinn laugardag var 101. héraðsþing UMSK haldið í hátíðarsal HK í Kórnum. Breiðablik átti sína fulltrúa á þinginu og voru nokkrir af þeim heiðraðir. Ásgeir Baldurs, formaður aðalstjórnar Breiðabliks og Pétur Hrafn Sigurðsson, stjórnarmaður í aðalstjórn, voru sæmdir starfsmerki UMFÍ. Silfurmerki ÍSÍ hlutu Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar og Viktoría Gísladóttir í sunddeild Breiðabliks. Þá hlaut […]

Aðalfundur knattspyrnudeildar 26. mars

Stjórn Knattspyrnudeildar boðar til aðalfundar miðvikudaginn 26. mars 2025. Fundurinn verður haldinn á 2.hæð (miðhæð) í stúkunni á Kópavogsvelli og hefst kl. 17:30.Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Formaður leggur fram skýrslu deildarinnar 3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar 4. Kosning formanns 5. Kosning stjórnarmanna 6. Umræður um málefni deildarinnar og önnur mál Allir […]