Þríþrautarfólk Breiðabliks fór í víking suður í Hafnarfjörð í morgun og tók þátt í hálf-ólympískri keppni sem samanstendur af 750m sundi, 20 km hjólreiðum og 5 km hlaupi. Okkar fólk sótti gull,silfur og brons sem áður enda hefur félagið því láni að fagna að hafa afburðafólk innanborðs. Í heildarkeppninni sigraði Sigurður Örn Ragnarsson Breiðablik á nýju brautarmeti 56.26 min! Glæsilegt afrek hjá Sigurði sem virðist endalaust geta bætt sig. Amanda Marie Ágústsdóttir Breiðablik sigraði í kvennaflokki á tímanum 1.08.26 en Blikarnir Rannveig Guicharnaud og Birna Íris Jónsdóttir tóku silfur og brons. Þær stöllur tóku gull og silfur í sínum aldursflokki. Frábærar okkar stelpur! Aðrir sem náðu verðlaunum þ.e í aldursflokki voru nafnarnir Hákon Hrafn Sigurðsson og Hákon Jónssson með silfur í sínum flokki, Kristín Vala Matthíasdóttir tók gull í sínum flokki og Óskar Örn Jónsson gull í 50 plús en þar tók Friðrik Guðmundsson brons. Ingvi Jónasson gerði sér lítið fyrir og sigraði byrjendaflokkinn á tímanum 1.13.17. Byrjar þetta með látum! Aðrir Blikar gerðu einnig flotta hluti en úrslit má sjá inná timataka.net