Breiðablik hefur samið við Jure Gunjina um að leik með liðinu í Domino´s deildinni það sem eftir lifir móts.

Jure Gunjina sem er fæddur árið 1992 er 203 sentímetrar á hæð og er mjög hreyfanlegur og lunkinn leikmaður, sem getur skotið boltanum vel fyrir utan regnbogann.

Jure kemur frá Króatíu og hefur meðal annars spilað fyrir Georgia Southwestern í háskólaboltanum og Magia Huesca í LEB-Gold deildinni á Spáni. Tímabilið 2017-2018 var hann að mála hjá Newcastle Eagles á Englandi þar sem hann skilaði 8 stigum, 4.5 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Jure mun koma til með að styrkja þann góða hóp sem fyrir er og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í Kópavoginn.