Arnar Pétursson aftur í Breiðablik
Arnar Pétursson langhlaupari er gengin til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik aftur eftir að hafa keppt með ÍR sl. ár. Að sögn Arnars togaði það alltaf í hann að keppa aftur fyrir sitt gamla félag í Kópavogi á meðan hann væri ennþá að bæta sig sem hlaupari, en Arnar hefur alla tíð búið í Kópavogi og æfði og keppti í körfubolta fyrir Breiðablik, áður en hann fór að einbeita sér að hlaupunum og gekk til liðs við ÍR, þar sem hann naut góðrar leiðsagnar Gunnars Páls Jóakimssonar þjálfara á sínum fyrstu árum sem hlaupari.
Arnar hefur verið besti maraþonhlaupari landsins undanfarin ár og hefur hann sett stefnuna á komast á Ólympíleikana í Tokíó í sumar. Arnar hefur einbeitt sér alfarið að þessu markmiði á undaförnum mánuðum og stefnir m.a. að þátttöku í 10km og ½ maraþoni í Haag í byrjun næsta mánaðar, sem undirbúnig fyrir heilt maraþon í Rotterdam þann 5. apríl nk.


Núna um helgina mun Arnar aftur klæðast búningi Breiðabliks, þegar hann tekur þátt í Meistaramóti Íslands innanhúss í Kaplakrika, þar sem hann keppir í 1500m og 3000m. Arnar hefur sett stefnuna á 10 íslandsmeistaratitla á árinu 2020 í hinum ýmsu vegalengdum frá 1500m og uppí maraþon.