Getraunir Covid Breiðablik

Þar sem getraunastarfið hefur að mestu legið niðri frá því í vor þá langar okkur  að færa getraunastarfið að hluta hingað á netmiðla.  Við ætlum að safna í húskerfi og tippa svo saman á laugardaginn.

Þetta fer þannig fram að fram til miðnættis á föstudaginn þá getur folk sent email á 1×2@breidablik.is  og tilkynnt þátttöku í pottinum og við verðum síðan með Live útsendingu á laugardaginn á milli kl. 11 og 12  á Facebooksíðu Knattspyrnudeildar Breiðabliks. Þar Blikarnir Gunnleifur Gunnleifsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fara yfir leikina og jafnóðum kanna þeir hvernig þáttakendur vilja tippa á ákveðna leiki.

Það verður síðan tekið saman og sendur inn stór kerfisseðill fyrir þeirri upphæð sem safnast.  Lágmarksupphæð er 500 kr. en hægt er að leggja fram eins  marga 500 kalla og menn vilja.  Gangi vel verður vinningur síðan greiddur út af Íslenskri Getspá til þáttakenda í hlutfalli við framlag þeirra.

Það sem þarf að gera er:

Fara inn á getraunir.is og stofna aðgang og skrá inn kreditkort  (eða ahuga hvort þið eigið aðgang)

Senda tölvupóst á 1×2@breidablik.is

Tilkynna nafn og kennitölu þáttakanda

Láta vita hversu mikið þáttakandi ætlar að leggja í pottinn.