Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks fór fram 10.nóvember 2020 í Smáranum. Fundurinn fór fram í gegnum fjarskiptaforritið Teams að þessu sinni vegna samkomutakmarkanna.

Formaður stjórnar, lagði fram skýrslu stjórnar, fór yfir helstu atriði starfsins  á þessu sérstaka og fordæmalausa ári.

Fyrir fundinn lá eitt skriflegt framboð til formanns, frá Orra Hlöðverssyni sem er rétt kjörinn formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks.
Orri Hlöðversson, þakkaði fyrir það traust sem honum er sýnt og hlakkar til að takast á við krefjandi verkefni á næsta ári.

Fyrir þessum fundi lágu sex skrifleg framboð til stjóranar og voru það eftirfarandi einstaklingar sem buðu sig fram: Bjarni Bergsson, Flosi Eiríksson, Halldór Arnarson, Helgi Aðalsteinsson, Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir, Jóhann Þór Jónsson.
Þar sem engin önnur framboð bárust eru þau réttkjörin í stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks.

Fundargerðina í heild sinni má nálgast hér