Entries by

Sigur hjá Ingvari á Kanarí

Nú styttist í að keppnistímabílið byrji hjá hjólreiðadeild Breiðabliks. Reyndar eru sumir félagar farnir að taka þátt í vorkeppnum erlendis og Ingvar Ómarsson tók þátt í einni slíkri á Kanarí í mars meðan að hann var þar í æfingaferð. Fyrir áhugasama var æfingaferðin tveggja vikna löng og Ingvar hjólaði samtals 1900km á þessum tveimur vikum […]

Aðalfundur hjólreiðadeildar 20. mars

Stjórn Hjólreiðadeildar Breiðabliks boðar til aðalfundar miðvikudaginn 20. mars 2024 kl. 19:30 í Smáranum, 2. hæð. Dagskráin er sem hér segir: 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Formaður leggur fram skýrslu deildar 3. Ársreikningur staðfestur af skoðunarmönnum lagður fram til samþykktar 4. Kosning formanns 5. Kosning stjórnarmanna 6. Umræða um málefni deildar og önnur mál Rétt til […]

Hjólreiðafólk Breiðabliks 2023

Hjólreiðakona ársins: Björg Hákonardóttir, fædd 1987. Björg varð bæði Íslandsmeistari og bikarmeistari í cyclocross árið 2023. Einnig varð hún bikarmeistari í ólympískum fjallahjólreiðum þrátt fyrir að hafa verið úr leik í nokkrar vikur vegna handarbrots. Björg varð í þriðja sæti á Íslandsmótinu í fjallahjólamaraþoni. Þá varð Björg í 1. sæti bæði í 200 km Greflinum […]

Björg bikarmeistari í fjallahjólreiðum

Bikarmótaröðinni í ólympískum fjallahjólreiðum lauk um heigina á Akureyri þegar 3. bikarmótið fór fram í Kjarnaskógi. Björg Hákonardóttir varð í 2. sæti þar en hún hafði áður unnið hin bikarmótin í vor á Hólmsheiði og í Guðmundarlundi og stóð því uppi sem sigurvegari í mótaröðinni. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Bjargar í ólympískum fjallahjólreiðum en hún […]

Ingvar sigraði Dirty Reiver um helgina

Ingvar Ómarsson tók þátt í stórri gravel keppni í Bretlandi um síðustu helgi. Keppnin ber nafnið Dirty Reiver https://dirtyreiver.co.uk og það voru þrjár vegalengdir í boði, sú lengsta var um 200km og Ingvar gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina. Ótrúlegt afrek hjá honum og formið greinilega mjög gott. Ingvar mun svo keppa í Girona […]

Aðalfundur Hjólreiðadeildar 8. mars

Með vísan til 8. gr. laga Breiðabliks (https://breidablik.is/um-okkur/log-og-reglur/) er hér með boðað til aðalfundar Hjólreiðadeildar Breiðabliks sem haldinn verður miðvikudaginn 8. mars 2023 kl 20:00 í Smáranum, 2. hæð. Dagskráin er sem hér segir: Kosning fundarstjóra og ritara Formaður leggur fram skýrslu deildar Ársreikningur staðfestur af skoðunarmönnum lagður fram til samþykktar Kosning formanns Kosning stjórnarmanna […]

Björg og Ingvar hjólreiðafólk ársins

Hjólreiðafólk ársins hjá Breiðablik eru Björg Hákonardóttir og Ingvar Ómarsson. Björg varð Íslandsmeistari í cyclocross 2022. Hún er mjög fjölhæfur hjólari og keppti í götuhjólreiðum, fjallahjólreiðum og cyclocross. Hún lenti í óhappi á hjólinu í sumar sem kom í veg fyrir þátttöku hennar í 2 mánuði en kom svo sterk inn aftur í haust í […]

Frábær árangur hjá Ingvari á EM í götuhjólreiðum

Ingvar Ómarsson keppti í vikunni á Evrópumeistaramótinu í götuhjólreiðum í Munchen og náði ótrúlegum árangri.  Götuhjólakeppnin (210km) fór fram á sunnudaginn og til útskýringa fyrir þau sem ekki þekkja til að þá eru keppendur teknir út úr keppninni ef þeir missa af fremsta hópi og fá því ekki að klára. Stundum eru innan við 25% […]

Ingvar fimmfaldur Íslandsmeistari

Nú er keppnistímabilið hér heima hálfnað og það hefur gengið mjög vel hjá Ingvari Ómarssyni. Hann varð Íslandsmeistari bæði i tímatöku og götuhjólreiðum í lok júní í keppnum sem fóru fram á Akureyri og við Mývatn. Ingvar er þá núverandi Íslandsmeistari í 5 greinum hjólreiða sem er einstakt afrek. Ingvar varð fyrst Íslandsmeistari árið 2012 […]

Aðalfundur hjólreiðadeildar

Aðalfundur hjólreiðadeildar Breiðabliks verður haldinn mánudaginn 7. mars 2022 á 2. hæð í Smáranum kl. 19:30. Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Formaður leggur fram skýrslu deildar 3. Ársreikningur staðfestur af skoðunarmönnum lagður fram til samþykktar 4. Kosning formanns 5. Kosning stjórnarmanna 6. Önnur mál Félagsmönnum er bent á að að senda póst á […]