Entries by

Gullmót KR í sundi

Gullmót KR fór fram um helgina. Það var í 15. skipti sem mótið er haldið. Mótið er mjög fjölmennt og er opið öllum aldursflokkum. Keppt var í 60 greinum í 5 mótshlutum auk KR Super Challenge í 50m flugsundi á laugardagskvöldið. Sunddeild Breiðabiks átti marga sundmenn á mótinu og fjölmargir þeirra voru að synda á […]

Sundeild Breiðabliks á RIG

Sundhluta RIG- Reykjavík International Games var haldinn í Laugardalslaug sl. helgi. Mótið var stórt og sterkt með 315 keppendur og þarf af 115 erlendum frá Grænlandi, Noregi, Svíþjóð, Færeyjum, Danmörk og Tékklandi. Allt besta sundfólk Íslands keppti á mótinu auk erlendra keppenda sem eru verðlaunahafar á evrópumótum, heimsmeistaramótum og ólympíufarar. Verðlaun eru veitt í tveimur […]

Blikar með 11 Íslandsmeistaratitla á ÍM25 í sundi

Íslandsmeistaramótið í opnum flokki í 25m laug (ÍM25) fór fram um síðustu helgi. Undanrásir voru syntar að morgni hvers dags og úrslit seinni part dagsins. Sundmenn þurfa að ná ákveðnum lágmörkum til að öðlast keppnisrétt á mótinu og átti Sunddeild Breiðabliks 24 keppendur á mótinu. Sundfólkið okkar stóð sig mjög vel. Íslandsmeistaratitlar í einstaklingsgreinum urðu […]

Frábært í nótt hjá Guðlaugu Eddu

Guðlaug Edda Hannesdóttir náði í nótt sínum langbesta árangri í ólympískri þríþraut þegar heimsbikarkeppnin í Miyazaki (Japan) fór fram. Guðlaug Edda endaði í 15. sæti af 49 konum sem voru á ráslínu og fyrirfram var henni raðað númer 34 eftir styrkleika keppenda. Í ólympískri þraut eru syntir 1500m, hjólaðir 40km og 10km hlaupnir. Guðlaug átti […]

Frábær árangur hjá Guðlaugu Eddu í heimsbikarnum

Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti um helgina í Heimbikarkeppninni í þríþraut (sprettþraut) sem fór fram í Tongyeong í Suður-Kóreu. 60 konur voru á ráslínunni kl 0:30 síðustu nótt og stungu sér saman í vatnið. Guðlaugu gekk mjög vel að eiga við hinar keppendurna í vatninu og hún kom númer 24 inn á skiptisvæðið og náði í fyrsta […]

Besti árangur sunddeildar á Bikarkeppni SSÍ

Bikarkeppni SSÍ fór fram um þarsíðustu helgi í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Hvert félag sendir 2 sundmenn í hverja grein og hver sundmaður má aðeins synda 3 einstaklingsgreinar. Því skiptir máli að hafa góða breidd og velja ekki endilega sundmenn í sínar bestu greinar heldur hugsa um heildarstigasöfnun. Sunddeild Breiðabliks varð í 2. sæti í karladeildinni […]

Frábær árangur hjá Ingvari á Heimsmeistaramótinu í maraþonfjallahjólreiðum

Ingvar Ómarsson keppti um helgina á heimsmeistaramótinu í maraþon fjallafhjólreiðum sem fram fór í Svissnesku Ölpunum. Brautin var 95km löng og lá í töluverði hæð yfir sjávarmáli auk þess sem klifrið í keppninni var um 4000m. Ingvar endaði í sæti númer 87 af 188 sem hófu leik (157 sem kláruðu). Ingvari var raðað númer 175 […]

Góður árangur í sumar hjá hjólreiðadeild

Það er búið að ganga mjög vel hjá hjólreiðadeild Breiðabliks í sumar. Æfingar í vor og sumar voru mjög vel sóttar enda er þetta sennilega eitt besta hjólasumar sem hefur komið í borg bleytunnar í mörg ár. Barnanámskeiðin og unglingafjallahjólaæfingarnar gengu líka mjög vel í sumar hjá deildinni. Núna eru skipulagðar æfingar í sumarfríi (ekki þjálfarar […]

Íslandsmeistarmótið í 50m laug

Íslandsmeistaramótið í sundi Í 50 metra laug fór fram um síðustu helgi. Mótið var mjög sterkt að þessu sinni en allt okkar besta sundfólk sem æfir og keppir erlendis kom heim til að taka þátt í mótinu. Mótið fór þannig fram að undanrásir voru syntar um morgun og svo var gert hlé um hádegi og […]

Norðurlandamótið (NM25) í sundi

Norðurlandamótið í sundi fór fram um helgina (7.-9. des) í Oulu í Finnlandi. Ísland átti fjölmennan hóp en 31 keppandi náði lágmörkum og sunddeild Breiðabliks átti 6 sundmenn á mótinu. Tveir þjálfarar fóru með hópnum, Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir frá Breiðablik og Steindór Gunnarsson frá ÍRB. Fararstjórar voru Hilmar Örn Jónasson og Anna Gunnlaugsdóttir, bæði frá […]