Þann 25. mars 2017 fór fram Íslandsmótið í Taekwondo. Þrír keppendur frá Taekwondodeild Breiðabliks tóku þátt með glæsilegum árangri.

Alti Jónsson varð Íslandsmeistari í -63 kg. flokki.

Íris Lena Rúnarsdóttir fékk silfur í +63 kg. flokki.

Björn Andri Blöndal fékk silfur í -73 kg. flokki.

Stjórn og yfirþjálfari deildarinnar er afar stolt og ánægð yfir þessum góða árangri iðkenda sinna.