Guðfinnur með bronsið á EM unglinga

Blikinn Guðfinnur Snær Magnússon vann í gær til bronsverðlauna í +120 kg flokki unglinga á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum, sem stendur nú yfir í Málaga á Spáni. Auk bronsins í samanlögðu vann hann silfur í hnébeygju og brons í bekkpressu.

Rétt fyrir mót. Guðfinnur og Auðunn Jónsson, sem var honum til aðstoðar.

Guðfinnur lyfti mest 350 kg í hnébeygju í þriðju tilraun, og tókst með því að vinna silfrið í greininni. Í bekkkpressu tók hann bronsið með því að lyfta 260 kg. Réttstöðulyftan fór gekk alveg samkvæmt áætlun. Náði Guðfinnur aðeins opnunarþyngdinni með 260 kg eftir að hafa tvívegis mistekist naumlega að lyfta 290 kg, en sú þyngd hefði tryggt honum silfrið í samanlögðu. Rússanum Vladislav Nemov tókst að jafna árangur Guðfinns, 870 kg, og hrifsa af honum silfrið á minni líkamsþyngd.