Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur valið hópinn sem fer á Algarve Cup í Portúgal. Fyrsti leikur liðsins fer fram 28. febrúar þar sem liðið mætir Danmörku. Í riðlinum eru einnig Japan og Holland.

Fjórir núverandi leikmenn Breiðabliks eru í liðinu og aðrir fjórir sem fóru nýverið frá Breiðablik til erlendra liða í atvinnumennsku.

Agla María Albertsdóttir, Breiðablik
Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðablik
Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik
Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðablik

Fanndís Friðriksdóttir, Marseille
Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden
Rakel Hönnudóttir, LB07
Svava Rós Guðmundsdóttir, Röa

Blikar eru stoltir af þessum frábæru fulltrúum. Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis í komandi landsleikjum.