Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks 2018 verður haldinn þann 14. mars 2018 kl. 17:00 í veitingasal Smárans
Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra og ritara
2. Formaður leggur fram skýrslu deildarinnar
3. Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til samþykktar
4. Kosning formanns
5. Kosning stjórnarmanna
6. Umræður um málefni deildarinnar og önnur mál
Allir félagar körfuknattleiksdeildar sem eru 18 ára og eldri hafa rétt til að bjóða sig fram til setu í stjórn.
Skriflegu framboði skal skila til framkvæmdastjóra félagsins að lágmarki viku fyrir boðaðan aðalfund eða í síðasta lagi 7. mars 2018.
Að öðru leyti vísast í lög félagsins sem finna má á heimasíðu Breiðabliks, breidablik.is
Körfuknattleiksdeild Breiðabliks