Í gær sunnudaginn 25.febrúar fóru fram fyrstu bikarmót ársins á vegum Karatesambandsins. Að venju átti Breiðablik nokkra fulltrúa og stóðu þau sig vel.

Um morguninn fór fram bikarmótið þar sem keppt er í opnum flokkum karla og kvenna, bæði í kata og kumite, við áttum keppendur í báðum flokkum og má sjá árangurinn hér fyrir neðan.

1.Bikarmót 2018
Kata kvenna
2.sæti Arna Katrín Kristinsdóttir
3.sæti Móey María Sigþórsdóttir
5.sæti Guðbjörg Birta Sigurðardóttir
Kata Karla
3.sæti Jóhannes Felix Jóhannesson
Kumite kvenna
3.sæti Arna Katrín Kristinsdóttir

Eftir hádegi fór svo fram GrandPrix bikarmót fyrir unglinga, þar sem keppendur eru á aldrinum 12-17 ára, keppt bæði í kata og kumite, skipt í mismunandi aldursflokka, þar sem yfir 80 krakkar voru skráðir til keppni. Okkar keppendur stóðu sig að vanda mjög vel og var árangurinn flottur eins og sjá má hér að neðan.

1.GrandPrix-bikarmót 2018
Kata 12ára pilta
3.sæti Baldvin Ísleifur Óskarsson
5.sæti Birgir Gauti Kristjánsson
7.sæti Guðjón Daníel Bjarnason
Kata 12ára stúlkna
5.sæti Salka Finnsdóttir
Kata 13ára pilta
2.sæti Róbert Dennis Solomon
3.sæti Samúel Týr Sigþórsson McClure
Kata 14-15ára pilta
1.sæti Tómas Pálmar Tómasson
2.sæti Tómas Aron Gíslason
Kata 16-17ára pilta
3.sæti Elís Þór Traustason
Kata 16-17ára stúlkna
1.sæti Móey María Sigþórsdóttir McClure
5.sæti Freyja Benediktsdóttir
Kumite 12ára pilta
5.sæti Birgir Gauti Kristjánsson
7.sæti Baldvin Ísleifur Óskarsson
Kumite 15ára pilta
3.sæti Tómas Aron Gíslason
Kumite 16-17ára stúlkna
3. sæti Móey María Sigþórsdóttir McClure

Á meðfylgjandi mynd má sjá keppnishópinn okkar á GrandPrix mótinu, aftari röð frá vinstri; Jóhannes liðsstjóri, Elís Þór, Tómas Aron, Tómas Pálmar, Freyja, Móey María, Róbert Dennis og Viljálmur þjálfari. Neðri röð frá vinstri; Salka, Birgir Gauti, Baldvin Ísleifur, Samúel Týr og Guðjón Daníel.