Það má með sanni segja að mikið sé um að vera hjá Skíðadeild Breiðabliks.  Frábær árangur var hjá Blikum á  bikarmóti Skíðasambands Íslands í Stafdal helgina 17. og 18. mars í flokki 12 til 15 ára. Á síðasta bikarmóti sem haldið var í Bláfjöllum dagana 3. til 4. febrúar voru Blikar fjarri góðu gamni en þeir voru í æfingaferð í Kongsberg í Noregi sem heldur betur skilaði verðlaunapeningum í kassann á mótinu í Stafdal.  Þar var keppt tvöfalt í í stórsvigi þar sem keppt var tvöfalt í svigi á mótinu í Bláfjöllum í febrúar. Úrslitin í Stafdal voru eftirfarandi:

Laugardagur:

Stúlkur 12 ára: 3. Sæti Freyja Kristín Þórardóttir

Drengir 13 ára. 2. Sæti Jón Erik Sigurðsson, 

Stúlkur 14 ára 1. Sæti Ólafía Elísabet Einarsdóttir,

Stúlkur 15 ára 1. sæti Perla Karen Gunnarsdóttir 2. sæti, Íris Jóna Egilsdóttir

Sunnudagur

Stúlkur 12 ára: 3. Sæti Freyja Kristín Þórardóttir

Drengir 13 ára. 1. sæti Jón Erik Sigurðsson,

Stúlkur 14 ára 1. Sæti Ólafía Elísabet Einarsdóttir, 3. Sæti Ásgerður Júlía Gunnardsóttir

Drengir 14 ára 2. sæti. Björn Davíðsson 2.

Stúlkur 15 ára 1. sæti, Íris Jóna Egilsdóttir 2.  Klara Rán Þórðardóttir.

Drengir 15 ára. 3. sæti Ægir Óli Ólafsson

 

Það er ljóst að skíðadeild Breiðabliks er ein öflugasta skíðadeild landsins og gaman að sjá hversu vel gengur hjá þessu unga íþróttafólki. Breiðablik lætur heldur ekki deigan síga þegar kemur að skipulagningu móta en í ár mun Breiðablik standa að Skíðamóti Íslands sem haldið verður í Bláfjöllum dagana 5. til  8 apríl nk. Skipulagning alpagreina er í höndum Breiðabliks en Skíðagöngufélagið Ullur sér um skíðagöngu Á mótinu munu bestu skíðamenn landsins keppa i alpgreinum og göngu. Að halda mót sem þetta krefst gríðarlegrar vinnu en eins og fyrr hefur Breiðablik verið falið þetta stóra verkefni því félagið hefur á að skipa góðu og öflugu fólki sem er tilbúið að gera þetta að flottu móti.