Kópavogssprettþrautin fór fram á sunnudaginn

Sprettþraut Þríþrautardeildar Breiðabliks fór fram á sunnudagsmorgun í blíðskaparveðri. Um 100 keppendur mættu til leiks.  Þrautin samanstendur af 400m sundi, 20 km hjóli og 3.5 km hlaupi. Keppt var í byrjendaflokki, almennum flokki og fjölskylduþraut. Aðstæður og umgjörð voru með besta móti. Margir keppendur náðu sínum besta árangri í þessari árlegu þraut. Það gerði sigurvegarinn Blikinn Sigurður Örn Ragnarsson en hann kom inn á frábærum tíma og nýju brautarmeti 34.51. Annar var Bjarki Freyr Rúnarsson 3 SH á 37.37. Blikinn Viðar Bragi Þorsteinsson varð þriði yfir heild en fyrstur í sínum aldursflokki á 38.42. Amanda Marie Ágústsdóttir Breiðablik sigraði kvennaflokkinn á tímanum 43.08 og Birna Íris Jónsdóttir Breiðablik og Rannveig Guisharnaud Breiðablik tóku silfur og brons eftir baráttu um sætin. Birna fyrst í sínum aldursflokki og Rannveig önnur. Krístín Vala Matthíasdóttir Breiðablik var fyrst í sínum aldursflokki. Í aldursflokki karla 50-59 ára röðuðu Blikarnir Óskar Örn Jónsson, Friðrik Guðmundsson og Guðmundur Ingi Guðmundsson sér í efstu þrjú sætin. Ingvi Jónasson Breiðablik tók brons í byrjendaflokki á frábærum tíma. Einnig tóku þar verðlaun í aldursflokki þeir Ingvi Júlíus Ingvasson Breiðablik og Stefán Örn MagnússonBreiðablik. Úrslit má sjá inná thriko.is/live