Karatedeildin var með vorgráðun í byrjun vikunnar, allir stóðu sig með glæsibrag og uppskáru laun erfiðis síns. Vorönnin er að renna sitt skeið á enda, við æfum út vikuna og lýkur önninni á laugardaginn næsta.

Viðurkenningu fyrir ástundun á vorönn fengu Móey María Sigþórsdóttir McClure í flokki fullorðinna, Samúel Týr Sigþórsson McClure í flokki unglinga og Þorsteinn Þrastarson í flokki barna. Við óskum þeim innilega til hamingju.

Við viljum þakka öllum iðkendum, foreldrum, þjálfurum og aðstandendum fyrir veturinn og hlökkum til að halda áfram að næra líkama og sál.