Kópavogsmaraþon fór fram í þriðja sinn síðastliðinn laugardag, 12.maí. 108 hlauparar voru skráðir og hlupu þeir 5 km, 10km, eða hálft maraþon í blíðskaparveðri. Frjálsíþróttadeild Breiðabliks stendur fyrir Kópavogsmaraþoni og er hlaupið í ár er það fjölmennasta hingað til. Myndir og umfjöllun um hlaupið má finna á facebook.com/kopmarathon/
Hér má sjá sigurvegara hlaupsins í ár, en heildarúrslit má finna á hlaup.is
Hálfmaraþon karla: Freyr Sigurðarson 1:33:00,
Hálfmaraþon kvenna: Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir 1:50:37.
10 km hlaup karla: Rúnar Örn Ágústsson 36:00
10 km hlaup kvenna:Lisa Ring sigraði kvennaflokkinn á tímanum 37:24
5 km hlaup karla: Vilhjálmur Þór Svansson 16:58
5 km hlaup kvenna: Andrea Kolbeinsdóttir 18:02